VIÐBURÐUR

Bæjarmálafundur

17:30
15. september 2025
Geislagötu 5, 2. hæð

SKRÁNING Í HAMBORGARAVEISLUNA Á LOKAHÓFINU HÉR FYRIR NEÐAN


Nú sveiflum við til golfveislu! 

Golfmót Sjálfstæðisflokksins á Akureyri


Golfmótið fer fram 
fimmtudaginn 18. september  á Jaðarsvelli. Leikur hefst samtímis á öllum 9 teigum kl. 17:30. Það er því um að gera að ryðja af sér rykið og æfa golfsveifluna! 

Athugið: Takmarkaður fjöldi þátttakenda - fyrstir koma, fyrstir fá.


Skráning er hafin í GolfBox

  • Golfarar með aðgang að Golfbox skrá sig þar
  • Þeir sem ekki eru með Golfbox geta haft samband við skrifstofu Golfklúbbs Akureyrar á gagolf@gagolf.is 


Leikfyrirkomulag

Leikið verður samkvæmt Texas Scramble, þar sem tveir leikmenn mynda lið:

  1. Báðir slá af teig
  2. Valinn er betri bolti, og báðir slá þaðan, sá sem á boltann slær fyrst
  3. Þannig heldur leikurinn áfram þar til bolti er í holu


Texas Scramble er oft spilað með forgjöf og hefur fyrirkomulagið notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, enda eru mörg af fjölmennustu mótum golfklúbba einmitt Texas Scramble mót. 


Lokahóf - Líka fyrir þá sem ekki keppa í mótinu! 

Að loknu móti verður haldið lokahóf á Jaðar Bistro, þar sem verðlaunaafhending og önnur dagskrá fer fram. Einnig verður boðið uppá veglega hamborgaraveislu á 3.500kr. Lokahófið er opið öllum. Skráning í hamborgaraveisluna fer fram hér á íslendingur.is. Barinn opinn. 


Verðlaun

Veitt verða vegleg verðlaun á mótinu, þar á meðal fyrir: 

🏌️‍♂️ Nándarverðlaun

🏌️‍♀️ Lengsta teighögg

🎁 Fleiri skemmtileg verðlaun í boði, og eflaust einhverjar óvæntar uppákomur


Reglur og skilyrði

  • Karlar spila af gulum teig, konur af rauðum
  • Sá sem á boltann sem er valinn slær á undan
  • Þegar komið er á flötina má liðið ákveða hvor leikmaður púttar fyrst
  • Lið hafa sirka 1-15 cm (pútter haus) frá holu til að stilla og slá seinni boltann
  • Sameiginleg vallarforgjöf kylfinganna er tekin saman og deilt í hana með tölunni 4 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf
  • Hámarks forgjöf einstaklings sem reiknuð er í vallarforgjöf er 30


Skráning í hamborgaraveisluna á lokahófinu